Stefán Pálsson sagnfræðingur

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Fræðakaffi | Fantar, fótbolti og fúlmenni

Mánudagur 29. janúar 2024

Knattspyrnan hefur nánast frá upphafi verið nátengd vinsældum, frægð og glamúr. Það hefur gert hana að freistandi viðfangsefni ýmissa skuggalegra afla allt frá einræðisherrum niður í skipulagða glæpaflokka.

Stefán Pálsson hefur kynnt sér og skrifað um sögu knattspyrnunnar frá öllum hliðum jafnt þeim björtu sem þeim myrkari og skuggalegri. Í erindi sínu fjallar hann um sögu íþróttarinnar og tengsl hennar við stjórnmál og skipulagða glæpastarfsemi.

Stefán er sagnfræðingur og áhugamaður um frið, fótbolta og myndasögur, svo fátt eitt sé nefnt - og svo er hann auðvitað Framari.

 

Nánari umsjón veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230