Föndrum og spjöllum á íslensku
Föndrum og spjöllum á íslensku er hluti af viðburðaröðinni Spjöllum með hreim, þar sem boðið er upp á fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa sig að tala íslensku undir handleiðslu reyndra kennara.
Finnst þér gott að dunda við eitthvað á meðan þú spjallar? Gengur þér betur að læra þegar þú vinnur að einhverju í höndunum, til dæmis föndrar eitthvað fínt?
Komdu og æfðu þig að tala íslensku í notalegu og afslöppuðu umhverfi og hittu fleiri sem eru líka að læra. Við föndrum, fáum okkur kaffi/te og spjöllum.
Viðburðurinn er hugsaður fyrir byrjendur í íslensku en er opinn öllum.
Þátttaka er ókeypis og engin skráning.
Dagskrá Spjöllum með hreim má finna HÉR.
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is