
Um þennan viðburð
Ferðakaffi | Sagnalandið
Halldór Guðmundsson segir frá bók sinni Sagnalandið sem er eins konar bókmenntaleg hringferð um Ísland. Hvar sem farið er um landið, jafnvel á afskekktustu stöðum, hafa orðið til sögur og margar þeirra tekið á sig mynd í bókmenntum okkar. Þar er kannski ekkert að sjá sem ber vott um mikla mannabyggð, en allt að sjá fyrir þá sem vilja heyra góða sögu, og beita ímyndunaraflinu. Það er markmið bókarinnar þar sem komið er við á þrjátíu stöðum, þekktum sem óþekktum, um allt land.
Sagnalandið kom út á íslensku, ensku og þýsku í fyrra og hlaut nýlega viðurkenningu í Þýskalandi sem besta bókmenntalega ferðabók síðasta árs.
Halldór Guðmundsson hefur starfað lengi á bókmenntavettvanginum, bæði sem útgefandi og höfundur og skrifaði meðal annars ævisögu Halldórs Laxness, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2004.
Nánari upplýsingar veita:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavikis | s. 411 6204
Halldór Guðmundsson
halldor.gudmundsson@heima.is | s. 663 0035