Um þennan viðburð
Dægurflugur í hádeginu I Íslenskir tangó töfrar
Borgarbókasafnið Gerðubergi, 12. apríl kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Spönginni, 13. apríl kl. 13:15-14:00
Á næstu tónleikum Dægurflugna í hádeginu munu þau Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Leifur Gunnarsson flytja okkur alkunna tangóslegna slagara eins og Við gengum tvö eftir Friðrik Jónsson og Heimþrá eftir Tólfta september.
Margir þekktir íslenskir lagahöfundar hafa samið tangólög, má þar nefna Oddgeir Kristjánsson, Bjarna Böðvarsson, Friðrik Jónsson, Vilhelmínu Baldvinsdóttur og Tólfta september.
Ásta Soffía fékk styrk til rannsóknar á íslenskri tangótónlist úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordal, en Ása og Ásta deila ástríðu á þessum menningarverðmætum íslenskrar tónlistar og vilja leyfa fallegum íslenskum tangólögum að hljóma.
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, söngur
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmonikka
Leifur Gunnarsson, kontrabassi
Dægurflugur í hádeginu er ný tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Þar kemur fram margt af okkar helsta tónlistarfólki og á tónleikunum gefst Reykvíkingum tækifæri til að koma saman, hitta félaga, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika.
Markmiðið er fyrst og fremst að færa metnaðarfulla tónlist út í hverfi borgarinnar þannig að fólk geti notið hennar í eigin nærumhverfi og á eigin forsendum.
Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar.
Nánar um Leif hér: www.lgtonar.com
Frítt er inn á tónleikana og eru öll hjartanlega velkomin.
Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is I S: 8681851
Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com | S: 868 9048