Lífsstílskaffi Gerðuberg Margrét Njarðvík Jakobsvegurinn
Lífsstílskaffi Gerðuberg Margrét Njarðvík Jakobsvegurinn

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla

Lífsstílskaffi I Jakobsvegurinn og áskoranir

Miðvikudagur 5. febrúar 2020

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, leiðsögumaður og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo segir frá Jakobsveginum og göngunni sem er krefjandi, bæði líkamlega og andlega, en á pílagrímastígnum gefist gott tækifæri til að kyrra hugann, sigrast á áskorunum og setja sér ný markmið.
Einnig ræðir hún um hvernig hægt er að undirbúa sig og segir frá mismunandi göngum sem hæfa fólki með ólíka getu.

Ferðir um Jakobsveginn – pílagrímastíginn –njóta vaxandi vinsælda og setur fólk sér oft markmið, leggur upp í ferðalagið með ákveðinn ásetning og sigrast á ýmsum hindrunum. Um leið nýtur það fallegrar náttúru og byggingarlistar á söguslóðum. Þeir sem hefja göngu- eða hjólaferð eftir Jakobsveginum vita að framundan er ferðalag með innihaldi, sem er krefjandi bæði fyrir líkama og sál, og að það kemur enginn óbreyttur til baka.

Jakobsvegurinn er um 800 kílómetra langur og sumir taka hann í áföngum; lagt er af stað frá franska bænum Saint-Jean-Pied-de-Port, sem er rétt við landamæri Spánar, og lýkur ferðalaginu í Santiago de Compostela á Spáni.
Fyrr á öldum var fólk skikkað til göngu á Jakobsveginum til að vinna yfirbótarverk. Aðrar ástæður liggja að baki ferðum okkar nútímapílagríma. Sumir fara stíginn og þakka fyrir það sem lífið hefur gefið þeim, oft er um að ræða bata eftir veikindi eða önnur áföll. Aðrir fara þessa ferð í leit að heilun og til að freista þess að finna svör við spurningum sem vakna, til dæmis þegar við stöndum á kross-götum í lífinu.

Vefsíða Mundo

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is I 4116114