Kvennaganga Söguhrings kvenna

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Staður
Eiðistorg
Eiðistorg 11
170 Setljarnarnes
Fræðsla
Spjall og umræður
Velkomin

FRESTAÐ Söguhringur kvenna | Góðir grannar - Kvennaganga

Sunnudagur 3. maí 2020

 

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 

Langar þig að upplifa Seltjarnarnes upp á nýtt? Christina Attensperger kynnir okkur hverfið sitt, menningu og staðarhætti Seltjarnarness frá sínu einstaka sjónarhorni.

Við hittumst á Eiðistorgi og göngum á Valhúsahæð, hjá Seltjarnarneskirkju. Göngunni er svo haldið áfram í átt að Nesstofu, meðfram ströndinni á Gróttu. Léttar veitingar verða í boði.

Allar konur eru velkomnar, þátttaka er ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook.

Um Söguhring kvenna
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast og tengjast í gegnum samveru og listræna tjáningu. Jafnframt er boðið upp á hagnýta fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá Söguhrings kvenna vetur/vor 2020 er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu.

Frekari upplýsingar um Söguhringinn er að finna á vef Borgarbókasafnsins og á Facebook.

Nánari upplýsingar veita:
Shelagh Smith
Varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna
shelagh@simnet.is | s. 696 3041


Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri – Fjölmenningarmál
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122