Danski læknirinn Christian Schierbeck
Danski læknirinn Christian Schierbeck lét sig sérstaklega varða aðbúnað geðveikra á Íslandi.

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Frásagnir af geðveiku fólki í Reykjavík á árum áður

Mánudagur 24. febrúar 2020

Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur fjallar um aðbúnað geðveiks fólks í Reykjavík frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Hann reifar málið almennt, segir frá völdum einstaklingum og talar um umbótahugmyndir einstakra lækna í málefnum geðveiks fólks.

Myndin hér til hliðar er af danska lækninum Christian Schierbeck (1872-1917) sem lét sig sérstaklega varða hagsmuni geðveiks fólks á árum sínum í Reykjavík um aldamótin 1900.

„Það mun öllum kunnugt hvílík vandræði opt verða að vitskertum mönnum á Íslandi, og mörg dæmi eru til þess, að þeir hafi ráfað hjálparlausir manna á milli, þangað til þeir hafa farið sjálfum sér eða öðrum að voða, eru slík dæmi allri þjóðinni og stjórn landsins til vanvirðu og minkunar...“ Þetta sagði Jón Hjaltalín læknir í nýjum félagsritum árið 1844.

Sigurgeir Guðjónsson er doktor í sagnfræði, sjáfstætt starfandi og félagi í AkureyrarAkademíunni.

Komið, fræðist og fáið ykkur kaffi!

Bækur og annað efni