Bókavörður með bilaða tölvu og síma

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Tæknikaffi | Fáðu aðstoð í opnum tíma

Fimmtudagur 30. janúar 2020

Tæknikaffi verður á Borgarbókasafninu í Grófinni alla fimmtudaga frá kl. 16:00-18:00.

Í Tæknikaffinu veitir starfsfólk safnsins margvíslega tækniaðstoð, m.a. við að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Best er að fólk hafi eigin tölvur eða snjallsíma meðferðis en það verða þó einhverjar tölvur til afnota svo og heyrnartól.

Stundirnar eru öllum opnar.

Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook.

Við bendum á að starfsmaðurinn sem verður til aðstoðar er ekki sérfræðingur um tölvu- eða tæknimál en vinnur við tölvur daglega og kann því ýmislegt.

Við hvetjum notendur til að senda okkur ábendingar um hvað sniðugt væri að fjalla um í tæknikaffinu í vetur.