Leikhúskaffi | Oleanna
Leikhúskaffi | Oleanna

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Leikhúskaffi | Oleanna

Þriðjudagur 10. mars 2020

Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri sýningarinnar, segir gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á Oleönnu. Verkið fjallar um háskólakennara sem á von á stöðuhækkun og fær til sín unga námskonu í afdrifaríkan viðtalstíma.

Í kjölfarið verður rölt yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar og í lokin býðst þeim sem mæta 10% afsláttur á miðum á Oleönnu.

Borgarbókasafnið í Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum fyrir frumsýningu. Viðburðurinn er ókeypis, allir velkomnir.


Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is
S. 411 6204