Við byrjum sagnakaffið þetta haustið með skemmtilegri og nýstárlegri hljómsveit eða þjóðlaga hljómsveitinni Brek en hún var stofnuð haustið 2018. Meðlimir sveitarinnar hafa síðan þá leitast við að finna sinn rétta hljóm og gefið sér tíma í þá vinnu. Áher
Hljómsveitin Brek

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Kaffistundir
Tónlist

Sagnakaffi | Um nýliðinn dag

Miðvikudagur 8. september 2021

Við byrjum sagnakaffið þetta haustið með skemmtilegri og nýstárlegri hljómsveit eða þjóðlagahljómsveitinni Brek en hún var stofnuð haustið 2018. Meðlimir sveitarinnar hafa síðan þá leitast við að finna sinn rétta hljóm og gefið sér tíma í þá vinnu.

Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.  Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði. 

Brek var nýverið tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar en í júní 2021 gaf hljómsveitin út fyrstu breiðskífuna sem hefur verið í vinnslu í rúmt ár .

Sjá vefsíðu Brek

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Sagnakaffið fer að þessu sinni fram í Bergi í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því í kaffihúsinu áður en dagskrá hefst.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718