Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Staður
Facebook
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

NETVIÐBURÐUR Lífsstílskaffi | Jarð- og moltugerð

Mánudagur 19. apríl 2021

Jarð- og moltugerð er í beinu streymi á Facebook.

Sjá viðburð hér.

Áhugi á jarð- eða moltugerð er sífellt að aukast og margir garð- og sumarhúsaeigendur eru með safnhaug í þeim tilgangi að nýta lífrænan úrgang sem fellur til úr eldhúsinu og garðinum. Góð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að fá.

Farið verður yfir helstu aðferðir við jarðgerð. Hvað má nota til hennar og hvað ekki.

Leiðbeinandi er Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur.
Vilmundur er landsþekktur fyrir störf sín að garðyrkjumálum. Þess má geta að hann er stofnandi og stjórnandi hinnar geysivinsælu síðu á Facebook: Ræktaðu garðinn þinn.

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir í söfnum Borgarbókasafns.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni