Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Kaffistundir | Kjarnasamfélög, hvað er það?

Miðvikudagur 28. apríl 2021

Kjarnasamfélag (Co-housing) er nýtt fyrirbæri á Íslandi sem er þó þekkt víða um heim. 

Kjarnasamfélög (Cohousing) eru samfélög sem oft leggja áherslu á sjálfbærari lifnaðarhætti. Fólkið í samfélaginu ákveður hvernig hverfið þeirra á að líta út og virka. Í Kjarnasamfélagi eiga allir sitt eigið heimili, með öllu sem fólk vill hafa þar en það velur hvort það vill eiga sum rými og suma hluti með hverfinu. Kjarnasamfélög eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Kjarnasamfélög eru vinsæl víða um heim og eru til í mörgum myndum t.d. í USA, Norðurlöndum og víða um Evrópu.  Hópur áhugamanna um Kjarnasamfélög fékk nýverið styrk til þess að kanna hugmyndina frekar. Á þessu kaffikvöldi verður hugmyndin um kjarnasamfélög rædd og framtíðarsýn áhugamannafélagsins fyrir íslenskan húsnæðismarkað. 

Hópurinn sem stendur að Kjarnasamfélagi Reykjavíkur

Hópurinn samanstendur af Joscha Simonsen arkitekt, Önnu Maríu Björnsdóttur söngkonu, Emblu Vigfúsdóttur hönnuði og Jesper Pedersen forritara.

Viðburðurinn á Facebook. 

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir: 

Embla Vigfúsdóttir
embla.vigfusdottir@reykjavik.is 

Merki