Tinna Þórudóttir Þorvaldar
Mósaíkteppi Tinnu

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Heklið út í heim | Handverkskaffi

Miðvikudagur 2. september 2020

Skráning er á alla viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar HÉR

  • Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð.
  • Hámarksfjöldi gesta: 40 - Sjá skráningarform neðst á síðunni.
  • Kaffihúsið er opið.

 

Tinna Þórudóttir Þorvaldar hefur skapað sér starfsferil sem heklhönnuður á alþjóðlegum vettvangi. Tinna segir hér frá því hvernig hún náði þessum áfanga og gefur góð ráð í hvernig hægt sé að nýta netið í markaðssetningu. 

Tinna Þórudóttur Þorvaldar er mörgum kunn en eftir hana hafa komið út heklbækurnar Þóra: Heklbók (2011) , María: Heklbók (2013) og Havana: Heklbók (2016). Tinna sækir innblástur til handverks formæðra sinna og blandar saman við sinni einstöku litagleði og sköpunarkrafti. 

Tinna nýtir samfélagsmiðlana af kostgæfni við að halda tengslum við handverksfólk víða um heim. Á viðburðinum mun Tinna vera fara í saumana á því hvernig hægt sé að markaðssetja sjálfan sig sem heklhönnuð á alþjóðlegum vettvangi heiman úr stofunni. 

Athugið að af sóttvarnarástæðum er skráning nauðsynleg á viðburðinn og er hámarksfjöldi fjörutíu manns. Skráninguna má finna hér að neðan.

Hægt er að fylgjast með textílævintýrum Tinnu á Youtube:

Kynnið ykkur uppskriftir, youtube-myndbönd og fleira frá Tinnu hér.

Frekari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi, s. 6980298.
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is 

Bækur og annað efni