Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Kaffistundir

Handverkskaffi | Tilraunaeldhús prjónarans

Miðvikudagur 3. febrúar 2021

Edda Lilja Guðmundsdóttir er eigandi Garnbúðar Eddu í Hafnarfirði. Edda hefur hannað prjón- og hekluppskriftir og einnig komið að kennslu. Hún er meistari í litasamsetningum. Á þessu handverkskaffi kynnumst við Eddu, prjónaævintýrum hennar og fáum hugmyndir að nýjum verkefnum og litasamsetningum. Edda segir líka frá skemmtilegu verkefni sem hún hefur unnið með garnframleiðanda. Takið verkefnin með og njótið með okkur góðrar kvöldstundar þar sem sköpunarkrafturinn fær að blómstra. 

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér fyrir neðan; vegna sóttvarna er hámarksfjöldi þátttakenda 20.

Viðburðurinn á Facebook.

Um kaffikvöld í Gerðubergi

Á kaffistundunum okkar er komið víða við, hvort sem þú hefur áhuga á handverki, bókmenntum, heimspeki eða þjóðlegum fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Við fáum til okkar góða gesti sem kynna hugðarefni sín í máli og myndum auk þess sem áheyrendur taka virkan þátt í umræðunum.

Nánari upplýsingar um viðburðinn veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is, s. 6980298.

Skráning