Eve Markowitz Preston
Eve Markowitz Preston

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Lífsstílskaffi | Árstíðabundnar skapsveiflur

Laugardagur 25. janúar 2020

Færri sólarstundir yfir vetrarmánuðina geta haft áhrif á tilfinningar, svefn og heilsuna almennt. Eve Markowitz Preston, doktor í sálfræði, mun eiga óformlegt samtal við viðstadda um þau atriði sem liggja að baki árstíðabundnu þunglyndi og benda á ráð til að takast á við þær tilfinningalegu og hegðunartengdu áskoranir sem því fylgja. Hún tekur vel í spurningar, reynslusögur og tillögur úr áheyrendahópnum. Samtalið fer fram á ensku.

Dr. Preston býr í New York en hefur mikinn áhuga á Íslandi og íslenskri tungu. Hún sækir landið heim árlega og var síðast með fyrirlestur í Kringlunni árið 2018.

Viðburðurinn á Facebook / Information in English on Facebook

Nánari upplýsingar veita:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is
s. 6912946

Eve Markowitz Preston
drevepreston@live.com