Photoshop-tröllið James Fridman skemmtir Twitter-notendum með myndvinnslu

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Ungmenni
Skapandi tækni

Verkstæðið | Photoshop-námskeið fyrir byrjendur

Laugardagur 16. október 2021

Hefur þig alltaf langað til að prófa myndvinnslu en ekki vitað hvar þú átt að byrja? Langar þig til að fjarlægja leiðinlega frændann af fjölskyldumyndinni? Eða bæta við vinkonu sem var erlendis í síðasta saumaklúbb? Nú, eða bara fikta dálítið og sjá hvað gerist? Þá er þetta námskeið kannski eitthvað fyrir þig. Við munum leggja áherslu á verkfærastiku Photoshop í þessum tíma. 

Við erum með fjórar tölvur á Verkstæðinu, fyrst koma fyrst fá, svo við mælum með að þú takir fartölvuna þína með til öryggis.
Það er ekki nauðsynlegt að þú sért með Photoshop-forritið á tölvunni þinni til að geta tekið þátt. 

Engrar kunnáttu krafist, bara áhuga. Já og að þú bókir þig, hér fyrir neðan :)  
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri 
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is