Jelena Ćirić
Jelena Ćirić

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Sagnakaffi með tónlistarívafi | Jelena Ćirić

Miðvikudagur 17. nóvember 2021

Tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić hefur búið víðsvegar um heiminn, meðal annars í Serbíu, Spáni og Mexíkó og nú á Íslandi síðastliðin fimm ár. Á þessu sagnakaffi segir Jelena sögur úr eigin lífi og ferðalögum og flytur ýmsa tónlist frá ólíkum menningarheimum, sem glæða frásagnirnar lífi.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is