
Um þennan viðburð
Ræktun matjurta og fræskiptimarkaður
Fátt er betra en nýupptekið grænmeti úr eigin garði og þarf ekki mikið pláss til að rækta sínar eigin matjurtir. Áhugafólk um garðyrkju kannast sjálfsagt við fiðringinn sem vaknar í brjóstinu þegar sólin rís æ hærra upp á himininn með hverjum deginum sem líður. Þá er einmitt rétti tíminn til að gera áætlun um ræktun komandi vors og sumars.
Kl. 11 fjallar Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur um ræktunaráætlun matjurta, sáningu og forræktun mismunandi tegunda, vaxtarrými og jarðveg í beðum.
Ekki er þörf á að sá miklu á hverjum tíma og því sitja ræktendur oft uppi með slatta af fræjum sem vilja fara forgörðum. Þá er tilvalið að mæta með þau á fræskiptimarkaðinn sem hefst þennan sama dag og stendur út vikuna eða til 18. febrúar.
Viðburðurinn er í samstarfi við Íbúasamtök Laugardals.
Nánari upplýsingar veita:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | s. 691 2946
Jóhanna B. Magnúsdóttir
hanna@smart.is | s. 899 0378
Lilja Sigrún Jónsdóttir
liljasj@gmail.com