James Fridman er vinsæll Photoshop-grínari á Twitter

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla
Verkstæði

Photoshop-námskeið fyrir aðeins lengra komna

Laugardagur 20. nóvember 2021

Kanntu dálítið á Photoshop, en langar að læra meira? Langar þig að breyta bakgrunni á ljósmynd? Skeyta saman tveimur myndum? Þá er þetta námskeið kannski eitthvað fyrir þig.

Á þessu námskeiði skoðum við sérstaklega hvernig við getum unnið í nokkrum lögum (e. layers) og notað felulög (e. masks) til að einfalda myndvinnsluna. 

Það er pláss fyrir átta þátttakendur á námskeiðinu, við erum með fjórar borðtölvur á Verkstæðinu svo komdu endilega með fartölvuna þína með ef þú átt slíka. Það er ekki nauðsynlegt að hafa Photoshop forritið á tölvunni til að taka þátt. 

En það er hins vegar nauðsynlegt að skrá sig, hér fyrir neðan.