Konur í buxum
Konur í buxum, ljósm. Þjóðminjasafnið

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Nokkur orð um konur, buxur og óhlýðni

Mánudagur 18. október 2021

Hvaða kvenmannsbuxur áttu þátt í að leysa eitt frægasta sakamál 19.aldar? 

Hversdagslegir hlutir sem við sjáum daglega og þykja svo sjálfsagðir að við veltum þeim sjaldnast fyrir okkur eiga sér oft og tíðum heillandi og flókna sögu, sem teygir anga sína víða. Buxnasaga Íslands er mestmegnis órannsakað svið og á fræðakaffinu ræðir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur nokkur dæmi um hvernig saga þessa hversdagslega klæðnaðar ber skýr vitni um gildi og viðmið samfélagsins í nútíð og fortíð. Að klæðast buxum á röngum stað, á röngum tíma og í vitlausu húsi getur oft haft flóknar afleiðingar!

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir (f. 1985) er með MA-próf í kvenna- og kynjasögu frá háskólanum í Vínarborg. Um þessar mundir leggur hún stund á doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands.

 

Nánari upplýsingar:
Sigríður Steinunn Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is