
Um þennan viðburð
Lífsstílskaffi I Allt um Bonsai tré
Vilmundur Hansen fer yfir sögu, aðferðir og ræktun Bonsai trjáa sem eiga sér nær 1000 ára sögu.
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur er löngu landsþekktur fyrir fræðistörf og skrif sín um plöntur og ræktun. Hann er einnig stofnandi og stjórnandi síðunnar Ræktaðu garðinn þinn á Facebook þar sem eru rúmlega 41.000 meðlimir.
Hér má finna skemmtilegt viðtal í Kvennablaðinu við Vilmund.
Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir en í vetur er jafnframt boðið upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Sjá viðburð á facebook
Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.
Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is