
Um þennan viðburð
Leikskólavettlingar
Þekkir þú barn á leikskólaaldri sem gæti vantað góða vettlinga í útiveru?
Í þessari huggulegu prjónastund fer Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir yfir nokkrar af sínum eftirlætis prjónauppskriftum af leikskólavettlingum, bæði eftir hana sjálfa og aðra. Hún spjallar um hvaða garn og snið henta best út frá reynslu leikskólakennarans og sýnir hvernig færa má vettlingana í krúttlegan músarbúning með lítilli fyrirhöfn.
Sigurlaug er deildarstjóri á leikskólanum Hofi og ein af fjórum konum í Prjónafjelaginu. Þær hafa frá árinu 2015 gefið út fjórar prjónabækur, þar á meðal hinar sívinsælu Leikskólaföt og Leikskólaföt 2.
Viðburðurinn fer fram á Borgarbókasafninu Sólheimum, miðvikudaginn 26. mars kl. 18:30-20:30. Öll hjartanlega velkomin með eða án prjóna – en það er skemmtilegast að taka prjónaverkefni með!
Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir, sérfræðingur
maria.thordardottir@reykjavik.is | S. 411 6160