
Um þennan viðburð
Kyrrðarkvöld | Flot, hóphljóðbað og slökun
Þráir þú frið og ró?
Komdu þá til okkar á Kyrrðarkvöld - Einstakt tækifæri til þess að slaka á, endurnæra líkama og huga og njóta kyrrðar í rólegu og fallegu umhverfi.
Ljósin verða dempuð, mjúk tónlist fyllir safnið og róin tekur við.
Flot
Í samstarfi við Dalslaug verður boðið upp á fjögur 30 mínútna flot í innilauginni - djúpa slökun og friðsæld í líkama, huga og sál. Í flotinu upplifa þátttakendur heilandi stund saman í tímaleysi, umlukin vatni.
Athugið að flotið er ekki leitt af flotþerapista en hugleiðsla með tónlist er spiluð í gegnum hátalara í vatninu.
Þátttakendur skrá sig í afgreiðslu Dalslaugar við komu og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
Greitt er fyrir sundferðina – flotið er frítt.
Flotið fer fram í fjögur skipti, er á íslensku og hefst tímanlega ofan í lauginni kl. 18:00 19:00, 20:00 og 21:00.
Hvert holl getur farið inn í innilaugina 10 mínútum áður til þess að ná sér í flotbúnað og koma sér fyrir.
Að loknu floti eru þátttakendur beðnir um að ganga rösklega frá búnaðinum svo næsta holl geti komið sér fyrir.
Slökun
Auk flotsins verður boðið upp á leidda slökun í salnum fyrir þau sem það kjósa. Slökunin fer fram í tvö skipti, er á íslensku og hefst tímanlega kl. 18:00 og 19:00.
Hóphljóðbað
Síðast en ekki síst verður boðið upp á hóphljóðbað í salnum með náttúruþerapistanum Jacek Szeloch.
Í hóphljóðbaðinu notast Jacek við nepalska hljóðheilunartækni sem felst í því að spila á söngskálar sem gefa frá sér titring. Hljóðheilunin leiðir líkamann í djúpt og heilandi slökunarástand.
Hóphljóðbaðið hefst tímanlega kl. 20:30. Einhverjar dýnur verða á staðnum en þau sem geta eru hvött til að taka með sér eigin dýnur. Athugið að skráning er ekki nauðsynleg og öll eru velkomin svo lengi sem pláss er í salnum.
Dagskrá:
kl. 18:00 – 18:40 30 mín flot í Dalslaug (20 pláss í boði, skráning í afgreiðslu Dalslaugar)
kl. 18:00 – 18:30 30 mín slökun í sal
kl. 19:00 – 19:40 30 mín flot í Dalslaug (20 pláss í boði, skráning í afgreiðslu Dalslaugar)
kl. 19:00 – 19:30 30 mín slökun í sal
kl. 20:00 – 20:40 30 mín flot í Dalslaug (20 pláss í boði, skráning í afgreiðslu Dalslaugar)
kl. 20:30 – 21:30 Hóphljóðbað í sal, vinsamlegast mætið með dýnur.
kl. 21:00 – 21:40 30 mín flot í Dalslaug (20 pláss í boði, skráning í afgreiðslu Dalslaugar)
Nánari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is