Borgarbókasafnið Spönginni

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Tungumál
íslenska
Fræðsla

Kynning | Húsnæðisátak í Grafarvogi

Fimmtudagur 26. september 2024 - Mánudagur 7. október 2024

Opið hús um húsnæðisátak í Grafarvogi verður í Borgarbókasafninu Spönginni fimmtudaginn 26. september kl. 17-19. 

Tillögur að íbúðalóðum fyrir Grafarvog liggja nú fyrir en leiðarljós verkefnisins er að ný byggð falli vel að núverandi byggðarlandslagi.

Sem hluti af breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna húsnæðisátaks í Grafarvogi boðar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur til opins húss þar sem tillögur tengdar átakinu verða til sýnis.

Verklýsing aðalskipulagsbreytinganna er nú í kynningu en hægt er að nálgast gögnin í gátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is. Þar er hægt að skila inn formlegum athugasemdum, ábendingum og umsögnum til 15. október næstkomandi.

Frekari upplýsingar um húsnæðisátakið má finna á www.reykjavik.is/husnaedi

Tillögurnar má skoða á opnunartíma safnsins til 10. október.

Öll velkomin.