micelium

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Fræðsla

How We Process | Vinnustofa #4

Miðvikudagur 24. apríl 2024

How We Process er yfirskrift á tilraunakenndum vinnustofum þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að skoða sjálfsörvun einhverfra í gegnum fjölbreytt tjáningarform, svo sem skrif, tal, teikningu, látbragð og annað sem þeim finnst áhugavert og hentar þeim. Leiðbeinandi er franska listakonan Aurélie Raidron sem fékk einhverfugreiningu árið 2019. Aurélie talar ensku og frönsku. Vinnustofurnar eru ókeypis og opnar öllum. Velkomið er að mæta á eins margar og hver vill en þær verða haldnar eftirfarandi miðvikudaga á Borgarbókasafninu Grófinni

Vinnustofa #1: 3. apríl, 5. hæð
Vinnustofa #2: 10. apríl, 2. hæð (Handavinnuhornið)
Vinnustofa #3: 17. apríl, 5. hæð 
Vinnustofa #4: 24. apríl, 5. hæð

„Einhverfur líkaminn kortleggur nærveru sína eftir því hvernig hann stjórnar sjálfum sér í rýminu og skynjar umhverfið með sjálfsörvun. Þótt örvun geti skapað rými, þjáist viðkomandi samt af fordómum frá fólki sem er ekki á einhverfurófinu. Vandamál svokallaðra taugatýpískra viðmiða afmarkar þannig einhverfa líkamann til takmarkaðrar tjáningar á þörfum hans og rými og tortímir hugmyndinni um „sameiginlegt landsvæði“. Hvernig getum við, með örvun og bjargráðum, búið til og kannað rými og þannig endurreist látbragð einhverfra? Hvaða innri rýmislega kóreógrafía er leikin í örvandi látbragðinu og hvernig endar hún?" Aurélie Raidron

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is