Björn Jóhannsson landslagsarkitekt
Björn Jóhannsson gefur góð ráð við garðahönnun

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Spjall og umræður

Fróðleikskaffi | Garðahönnun 101

Mánudagur 23. september 2024

Hönnun garða á Íslandi er sannarlega vandaverk, enda aðstæður hér æði sérstakar.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt er sérfræðingur í þessum efnum. Í erindi sínu fjallar hann hönnun garða sem henta íslenskum aðstæðum. Farið verður yfir helstu þætti sem gott er að hafa í huga og hvaða upplýsingum þarf að safna saman þegar hanna á garð, hvort sem um nýjan eða gamlan garð er að ræða. Veðurfar, aðstæður og hvernig nálgast má hvert verkefni verður til umræðu sem og hvaða tæki, tól, forrit og öpp gagnast við hönnunina. Í lokin sýnir Björn teikningar og myndir frá skemmtilegum verkefnum sem hann hefur fengist við.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hefur hannað garða á Íslandi síðastliðin 30 ár. Hann lærði í Suður Englandi í kringum 1990, en hefur einnig unnið að verkefnum í Svíþjóð og á Spáni.

Garðaáhugafólk ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara enda Björn hafsjór af fróðleik og reynslu.

 

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar veita:


Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is  
s. 411 6250 

Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt
bjorn@urbanbeat.is
s. 823-0001 
 

Bækur og annað efni