Jelena Ćirić
Jelena Ćirić

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

FRESTAÐ - Sagnakaffi með tónlistarívafi | Jelena Ćirić

Miðvikudagur 21. apríl 2021

ATH. Þessum viðburði hefur verið frestað fram til hausts vegna samkomutakmarkana. 

Tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić hefur búið víðsvegar um heiminn, meðal annars í Serbíu, Spáni og Mexíkó og nú á Íslandi síðastliðin fimm ár. Á þessu sagnakaffi segir Jelena sögur úr eigin lífi og ferðalögum og flytur ýmsa tónlist frá ólíkum menningarheimum, sem glæða frásagnirnar lífi.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarreglur safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is