Björn B Jónsson ræðir um nytjaskóga og möguleika þeirra í Borgarbókasafninu Gerðubergi
Björn B Jónsson ræðir um nytjaskóga og möguleika þeirra í Borgarbókasafninu Gerðubergi

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:45
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

FRESTAÐ Lífsstílskaffi I „Hvað er bak við tréð?"

Miðvikudagur 7. október 2020

Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til 10. febrúar 2021.

Skráning er á þennan viðburð og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.  Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Sjá nánar hér...

Staðsetning viðburðar: Salurinn BERG á efri hæð
Hámarksfjöldi gesta: 40
Kaffihúsið er opið.

Skógar heimsins skapa mikil verðmæti. Miklir möguleikar liggja í nýtingu og úrvinnslu á öðru en timbri, en skógar á Íslandi eru ekki nýttir nema að litlu leiti.
Mögulegar afurðir skóga eru ekki alltaf augljósar og þurfa því skógareigendur að þekkja skóga sína vel til að geta hámarkað innkomu þeirra.

Björn Bjarndal Jónsson er skógarverkfræðingur og hefur unnið við nytjaskógrækt vel á þriðja áratug. Í dag er Björn verkefnastjóri hjá Skógræktinni í afurðamálum skóga.

Verið öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur.
Ókeypis aðgangur.


Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | S: 4116122

Bækur og annað efni