Biskupsfrúr, Hildur Hákonardóttir
Biskupsfrúr, Hildur Hákonardóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

FRESTAÐ Fræðakaffi | Að vera biskupsfrú

Mánudagur 25. janúar 2021

Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til 26. apríl n.k.

Hildur Hákonardóttir listakona og rithöfundur segir frá rannsóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna, en á síðasta ári kom út bók hennar "Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?" hjá bókaútgáfunni Sæmundi.

Bókin kom út í framhaldi af rannsóknum Hildar á níu biskupsfrúm í Skálholti á árunum 1510-1623. Fáar beinar heimildir eru til um þær sjálfar, en Hildur hefur kafað ofan í texta sem varðveist hafa m.a. um eiginmenn þeirra, feður og syni og fundið þaðr ýmsan fróðleik. Saga kvennanna er dregin fram „úr myrkviði horfinna alda, enda er oftlega fjallað um konur fortíðar nánast eins og um væri að ræða vel þekkta, meinlausa dýrategund sem deilir landinu með körlum.“ (H.H.)

Eftir því sem rannsóknum Hildar vatt fram sóttu konurnar á hana af miklum krafti, vöktu hana á morgnana, settust að í huga hennar og neituðu að láta hana í friði fyrr en hún hefði komið sögu þeirra á blað, en bókin er eins konar samtal þeirra við Hildi. Þungamiðja frásagnanna eru afleiðingar siðaskiptanna og aftöku Jóns Arasonar og sona hans sem í þessari bók birtast sem ribbaldar og yfirgangsmenn.

Önnur bók Hildar um efnið er væntanleg á næstunni.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Bækur og annað efni