Ferðakaffi | Silja Bára á Suðurskautslandinu
Ferðakaffi | Silja Bára á Suðurskautslandinu

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Ferðakaffi í streymi | Silja Bára á Suðurskautinu

Miðvikudagur 18. nóvember 2020

Viðburðinum verður streymt á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins.

Ferðist án sóttkvíar til Suðurskautslandsins í streymi með Silju Báru Ómarsdóttur. Silja hefur unun af því að ferðast til framandi slóða og náði markmiðinu að heimsækja allar heimsálfurnar (sem hún komst að að væru átta en ekki sjö) þegar hún fór til Suðurskautslandsins um síðustu jól – og náði þá að fagna tvennum sumarsólstöðum á einu ári. Í ferðinni kynntist hún undraheimi íssins, réri á kajak meðal mörgæsa, elti keisaramörgæs inn á Weddell Sea, sá ísjaka kelfa og háhyrninga skemmta sér við að veiða seli og mörgæsir. Meðfram ferðasögunni sýnir Silja Bára myndir og myndbönd frá ferðinni, en hún sigldi frá Ushuaia í Argentínu til Suðurskautslandsins og til baka.

Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þar sem hún kennir og rannsakar utanríkis- og alþjóðamál.