BROS - bingó

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla

Bros - BINGO

Fimmtudagur 24. nóvember 2022

Spilum saman BROS-bingó og lærum í leiðinni alls konar ný orð á íslensku. Hægt er spila bingóið á venjulegum spjöldum og þau sem treysta sér til geta spilað í tölvu eða síma.
Öll geta tekið þátt, óháð aldri og tungumálakunnáttu. Skemmtilegir vinningar fyrir þau heppnu!

Daði Guðjónsson

Bingóstjóri verður Daði Guðjónsson en hann hefur kennt íslensku sem annað mál í mörg ár og þróað BROS-bingóið til að kenna fólki íslensku á auðveldan og skemmtilegan hátt.

Samverustundin fer fram á Torginu, 1. hæð bókasafnsins í Grófinni.

Viðburðurinn er styrktur af Velferðarsjóði barna og Origo.

 

Nánari upplýsingar: 
Daði Guðjónsson
Dadi.Gudjonsson@rvkskolar.is

Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is