Lifandi bókasafn með AFS skiptinemum

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Ungmenni

Barnamenningarhátíð | Lifandi bókasafn með AFS skiptinemum

Sunnudagur 23. apríl 2023

AFS á Íslandi tekur vel á móti öllum fjölskyldum, nemendum og öllum þeim sem eru áhugasamir um hvernig upplifun það er að vera skiptinemi í „Lifandi bókasafni“ með AFS?

AFS prógrömmin taka til þriggja þátta, þar sem nemar sem velja að verja þremur, sex eða tíu mánuðum í erlendu landi og verða þar hluti af fósturfjölskyldu, fara þar í skóla og fá stuðning frá neti sjálfboðaliða í landinu. Sjálfboðaliðarnir styðja við nemana, eru þeim innan handar á meðan á skiptináminu og skipuleggja æfingabúðir þar sem m.a. er lögð áhersla á að efla menningarlæsi nemenda í þeim tilgangi að styðja við persónulegan þroska og auka aðlögunarfærni nemandans.

En þú? Langar þig að kynnast persónulegri upplifun skiptinema? Vissir þú að þú hefur tækifæri til hýsa skiptinema? „Lifandi bókasafn“ virkar í raun eins og venjulegt bóksafn, nema í stað bóka eru allskonar einstaklingar, sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þú gætir sest niður með hverjum og einum og spurt allra þeirra spurninga sem þig hefur langað til að spyrja og hlustað á þau segja frá  reynslu sinni hjá AFS.

Nánari upplýsingar veitir:
Katalin Elizabet Karácsony, ESC sjálfboðaliði
katalin.karacsony@afs.org