Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Lífsstílskaffi | Einfaldara líf

Fimmtudagur 23. janúar 2020

Fimmtudaginn 23. janúar verður Gunna Stella, heilsumarkþjálfi og kennari, með fræðsluerindi í Sólheimasafni. Hún sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til að einfalda lífið.

Gunna Stella starfar sem heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari. Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona sem er búsett á Selfossi. Hún miðlar eigin reynslu og aðstoðar einstaklinga við breyta hugarfari sínu, auka sjálfstraust, einblína á nærandi mataræði, læra tímastjórnun og auka jafnvægi.

Nánari upplýsingar um Gunnu Stellu má finna á www.einfaldaralif.is og á Instagram: gunnastella.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

 

Kaffistundir á Borgarbókasafninu
Á kaffistundunum okkar er komið víða við, hvort sem þú hefur áhuga á handverki, bókmenntum, heimspeki eða þjóðlegum fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Við fáum til okkar góða gesti sem kynna hugðarefni sín í máli og myndum auk þess sem áheyrendur taka virkan þátt í umræðunum. Nánar um kaffistundir Borgarbókasafnsins hér.

 

Viðburðurinn á Facebook
Event in English on Facebook


Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir, deildarbókavörður
maria.thordardottir@reykjavik.is | s. 411 6160