
Um þennan viðburð
Tilbúningur | Bókamerkjagerð
Það er ekkert skemmtilegra en fallegt bókamerki, hvað þá heimatilbúið!
Við ætlum að byrja febrúar á því að hafa það notalegt og föndra okkar eigin bókamerki. Allur efniviður verður á staðnum, litað karton, skrautpennar, skemmtilegir gatarar, borðar og margt fleira. Það er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum að ráða för!
Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.
Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn.
Viðburðirnir henta skapandi fólk á öllum aldri.
Kostar ekkert og engin skráning!
Viðburður á Facebook.
Nánari upplýsingar veitir,
Tinna Birna Björnsdóttir | Viðburðir
tinna.birna.bjornsdottir@reykjavik.is