Handverk unnið af félagsmönnumí Félagi trérennismiða
Sýning og fræðsla Félags trérennismiða á Íslandi

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Skáldað í tré, viðsnúningur í rennibekk

Sunnudagur 15. mars 2020 - Mánudagur 20. apríl 2020

Á sýningunni sem verður opnuð í Borgarbókasafninu í Árbæ þennan sunnudag verður margt fallegra muna. Þeir eru afrakstur vinnu félagsmanna í Félagi trérennismiða á Íslandi. Félagið hefur nú starfað í á þriðja áratug og eru félagsmenn um hundrað og áttatíu talsins. Renndir gripir af ýmsu tagi verða á sýningunni eftir félagsmenn.

Þeir munu þó ekki láta sér nægja að sýna gripi heldur ætla þeir einnig að segja frá vinnunni við rennslið og renna gripi á staðnum.

Fyrsta sunnudag sýningarinnar verður erindi um þann við sem fellur til við grisjum í görðum borgarbúa. Hvernig nýta má hann til að smíða góða og ganglega gripi. Sunnudaga þar á eftir verður sagt meira frá vinnu við trérennibekk og vinnubrögð sýnd utandyra ef veður leyfir.
Verið velkomin!  

 

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is