Saga og Kata
Saga og Kata

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Börn

Krakkahelgar | Brandarar og prakkarastrik - 101

Sunnudagur 29. mars 2020

Saga Garðarsdóttir brandaragerðarkona og Katrín Oddsdóttir prakkari munu vera með tvíþætt námskeið þar sem þær fara yfir alla helstu brandarana og þekktustu prakkarastrik sögunnar.

Farið verður meðal annars yfir muninn á hrekk og prakkarastriki og krökkum kennt að stilla bananahýði vandlega upp svo einhver muni örugglega renna á því. Auk þess verður klassísk uppbygging brandara útskýrð til hlýtar. Teiknibólur, prumpublöðrur og gervisígarettur verða á staðnum.

Að loknu námskeiði er ætlast til þess að börnin séu orðin fyndnari og hrekkjóttari heldur en í upphafi námskeiðs.

ATH. Opnað verður fyrir skráningu 2. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir
Netfang: gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6100

Viðburður á Facebook/Info in English on Facebook