Leikhúskaffi | Gosi
Leikhúskaffi | Gosi

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Fræðsla
Spjall og umræður

Leikhúskaffi | Gosi

Fimmtudagur 6. febrúar 2020

Ágústa Skúladóttir, leikstjóri sýningarinnar, segir gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á hinu sígilda ævintýri um spýtustrákinn Gosa. Í kjölfarið verður rölt yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst svo þeim sem mæta 10% afsláttur af miðum á Gosa.

Borgarbókasafnið í Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum fyrir frumsýningu. Ágústa Skúladóttir, hefur leikstýrt fjölda barna og fjölskyldusýninga sem ávallt hafa notið mikilla vinsælda.

Viðburðurinn er ókeypis, öll velkomin.

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is
S. 411 6204

Bækur og annað efni