Plöntuleiðangur með Agnesi Ársæls
Plöntuleiðangur með Agnesi Ársæls

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

Vinsamlegast gangið á grasinu | Plöntuleiðangur

Laugardagur 26. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar hér...

Staðsetning viðburðar: Hittumst á neðri hæð Gerðubergs
Hámarksfjöldi þátttakenda: 15. Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Kaffihúsið er opið.

Frú Vigdís Finnbogadóttir hafði mikinn áhuga á skógrækt og plantaði trjám á öllum stöðum sem hún heimsótti á Íslandi. Agnes Ársælsdóttir, myndlistarmaður, fer með okkur í forvitnilegan plöntuleiðangur um nágrenni Gerðubergs.

Agnes Ársælsdóttir vinnur með samkennd og kímni í verkum sínum sem taka ýmist mynd í gjörningum eða textíl. Í verkunum kannar hún tengsl mannsins við umhverfi sitt með því að höfða til skynfæranna á óhefbundinn hátt. Agnes útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Ísland árið 2018, verk hennar hafa verið sýnd bæði hérlendis og erlendis.

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari!

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna.

Viðburðurinn á Facebook.
Myllumerki sýningarinnar: #heimsókntilvigdísar                                            

Nánari upplýsingar veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
Svanhildur.Halla.Haraldsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni