Mynd af pappahúsum

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Sýningar

Sýning | KLETTABORGIN haldin á 10 ára afmæli Klettaskóla

Mánudagur 6. september 2021 - Sunnudagur 26. september 2021

Í Klettaskólann kemur mikið af umbúðum eins og t.d. pappakössum. Þetta verðlausa efni höfum við reynt að nýta okkur í list- og verkgreinum, en það hefur bara verið örlítið brot af því magni sem berst. Því kom upp sú hugmynd að finna verkefni sem krefðist mikils magns af þessu efni. Niðurstaðan varð sú að byggja borg, Klettaborgina, sem flestir nemendur í 3.-10. bekk myndu vinna að. Á sýningunni má líta afrakstur þessa verkefnis en sumir nemenda munu verða útskrifaðir frá okkur þegar þar að kemur, en þeir lána hús sín og garða á sýninguna.

 

Um skólann:

Einkunnarorð Klettaskóla er „Menntun fyrir lífið“.

Skólinn er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu og tekur á móti börnum með þroskahömlun og tengdar fatlanir.

Skólinn leggur mikla áherslu á list- og verkgreinar ásamt íþróttum og hreyfingu. Öllum nemendum er boðið upp á myndlist, textíl, heimilisfræði, hönnun og smíði 2-8 tíma á viku.

Skólinn tók til starfa árið 2011 og verður því 10 ára í haust. Hann leysti af hólmi sérskólana Safamýrar- og Öskjuhlíðarskóla. Reykjavíkurborg rekur skólann, en flestir nemendur skólans eru búsettir í Reykjavík og nágrannasveitafélögum. Þátttökubekkur frá Klettaskóla er starfræktur í Árbæjarskóla.

 

Fyrir nánari upplýsingar:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is