Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Föndur

Stjörnumerkjasmiðja

Laugardagur 2. mars 2024

Ný stjörnumerki

Í þessari smiðju vinnum við með stjörnuhimininn og búum til ný stjörnumerki. 

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir myndlistarkona kennir börnunum að tengja saman stjörnur og nota ímyndunaraflið til að skapa ný stjörnumerki.

Ef áhugi er fyrir því geta börnin búið til sögur um sitt merki.

Börnin fá A3 blað með stjörnukorti sem er hægt skoða og leita að nýjum leiðum til að tengja saman stjörnur og búa til merki. 

Engin skráning er í smiðjuna sem er ókeypis og opin öllum börnum og fjölskyldum þeirra. Yngri börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir vinnur þvert á miðla og velur efni og aðferðir út frá eðlislægum eiginleikum og menningarlegu samhengi, í verkum sem taka mið af samtíma og sögu.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir, sérfræðingur
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is |  411 6230