Sögur af afa og ömmu

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Börn
Fræðsla
Sýningar

Sögur af afa og ömmu I Sýning

Mánudagur 9. maí 2022 - Þriðjudagur 31. maí 2022

Á Barnamenningarhátíð í ár var sögu og teiknismiðja þar sem afi og amma sögðu okkur sögur af því þegar þau voru ung en börnin teiknuðu myndir á eftir. Þessi viðburður tókst vel  en við höfðum safnað sögum frá eldra fólki sem sækir félagstarfið í Gerðubergi.  Þar rifjuðu upp atburði frá því þau voru börn og á þessari sýningu eru sögurnar þeirra og myndir barnanna sem komu að hlusta. Við að teikna myndirnar nutu börnin dyggilegrar aðstoðar Hlífar Unu sem leiddi listasmiðjuna og þótti okkur tilefni til að sýna listaverkin.

Hlíf Una hefur hefur  myndskreytt fjölda barnabóka og einnig bækur fyrir fullorðna. Meðal annars myndskreytti hún bækurnar; Sólstafir, Ótrúlegt en satt; ævintýri Dísu og Stjörnu, Þegar nóttin sýnir klærnar og Í huganum heim. 

 Myndirnar eru teiknaðar á skömmum tíma svo sumar kannski ekki fullunnar en það kemur ekki að sök.

Börnin sem eiga teikningarnar eru frá 1. bekk Hólabrekkuskóla og skólahóp úr leikskólanum Hraunborg.  Einnig frá Maríu og Berglindi sem komu á opna viðburðinn á Barnamenningarhátíð.

Nánari upplýsingar 
Ólöf Sverrisdóttir 
olof.sverrisdottir@reykjavik.is
664-7718