Listaverk eftir Öldu Ægisdóttur

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
5-10 ára
Börn
Sýningar

Smiðja | Litla flugan

Laugardagur 17. september 2022

Hefur þig alltaf langað til að föndra skordýr? Þá er þessi smiðja fyrir þig!

Smiðjan er leidd af listakonunni Öldu Ægisdóttur en nemendur munu búa til listaverk í formi flugu eða annars skordýrs. Smiðjan verður mikið föndur þar sem unnið verður með ólík efni og litasamsetningar. Engin fyrri listkunnátta er nauðsynleg til að taka þátt og aðaláhersla er lögð á sköpunargleðina. Smiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 5-10 ára en öll eru þó velkomin.

Alda Ægisdóttir (f.1999) er listakona frá Reykjavík. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu vorið 2021 og hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga.
Alda vinnur með marga ólíka miðla en verk hennar tilheyra ávallt öðrum framandlegum heimi. Hún hefur stundað listsköpun alla sína ævi og dregur mikinn innblástur frá leikgleði bernskunnar. Alda er myndlistarnemi í Listaháskóla Íslands.

Sjá viðburð á Facebook hér.

Smiðjan er í tengslum við sýningu Öldu, Útópía.

Fyrir nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur miðlunar og fræðslu
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145