Teikning eftir Hlíf Unu

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Smiðja | Frá föndri og fikti yfir í fullmótaða fígúru

Sunnudagur 8. maí 2022

Skemmtileg teiknismiðja fyrir alla fjölskylduna þar sem teiknarinn Hlíf Una fer yfir hvernig hægt er að byrja hugmynda- og skissuvinnu að fígúru í bók. 

Lesin verður stutt saga sem flestir kannast við og nemendur fá að spreyta sig á teikningu ákveðinna karaktera úr sögunni. Teiknigleði frekar en teiknikunnátta er nauðsynleg og námskeiðið er opið öllum aldurshópum, gott væri þó ef fullorðnir fylgdu krökkum undir sex ára. Smiðjan er haldin í tengslum við sýningu Hlífar Unu, Skissur verða að bók.

Hlíf Una Bárudóttir hefur myndskreytt bækur fyrir börn og fullorðna frá árinu 2018. Hún hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 sem myndhöfundur bókarinnar Í huganum heim.

Ath! Skráning nauðsynleg!

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is