Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Börn
Spjall og umræður
Ungmenni

Samvera í tjaldinu | Viskutjaldið #3

Miðvikudagur 31. maí 2023

Viskutjaldið er staður þar sem fólk lærir af hvert öðru.

Sumt sem við vanalega lærum ekki, miðlað af röddum sem oft er ekki hlustað á, frá mismunandi víddum samfélagsins og heiminum.
Á samverustundir í tjaldinu bjóðum við lífskúnstnerum t.d. nornum úr hverfinu, sem deila þekkingu sinni og seiðum lífsins.
Fyrst of fremst er þetta afsökun og tækifæri til þessa að vinda ofan af sér, hlusta á sögur, láta fara notalega um sig í tjaldinu (eins og barn sem hefur endalausan tíma framundan).

language disclaimer: this event is multilingual and people joining are welcome to speak their preferred language when sharing their stories

Gerðuberg kallar hófst árið 2021 með ákalli til skapandi einstaklinga um að vinna verkefni með safninu. Að leiðarljósi voru tvö þemu: að tilheyra og örugg rými fyrir alla. Í stuttu máli heppnuðust bæði verkefnin vel og skildu eftir sig reynslu og tengsl sem fylgja okkur áfram. Því viljum við halda áfram með skapandi samstarf og að þessu sinni er þemað: tengsl - það sem sameinar okkur.

Viðburðurinn á Facebook

Further Information
Martyna Karolina Daniel, Intercultural Specialist
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is