Börn
Páskahænusmiðja
Laugardagur 23. mars 2024
Sumar páskahænur eru gular, aðrar eru doppóttar, einhverjar eru röndóttar og svo eru þær sem eru eitthvað allt annað. Dettur þér einhver sniðug páskahæna í hug? Komdu í páskasmiðjuna okkar og búðu til þína eigin páskahænu – nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana.
Allt efni á staðnum
Freyja Rein Grétarsdóttir leiðbeinir.
Nánari upplýsingar veitir; Sigrún Jóna Kristjánsdóttir,
Tel. 411-6160