
Um þennan viðburð
OKið | Hlutverkaspilasmiðja fyrir byrjendur.
Skráningar er krafist á alla viðburði Borgarbóksafsins og er sóttvarnaraðgerðum fylgt.
Okið er opið á ný og fullt af skemmtilegum viðburðum framundan.
Í þessari smiðju munu þátttakendur geta spilað eitt vinsælasta hlutverkaspil í heimi, Dungeons and Dragons. Við byrjum á almennri kynningu, svo skapar hver og einn sinn karakter, eftir það er bara spilað og spilað. Eftir fjögur skipti af þessari smiðju getur hópurinn haldið áfram að hittast í Okinu til að spila spilið.
Guðbrandur Magnússon mun leiða smiðjuna, hann er með áratugareynslu af því að spila þetta spil.
Smiðja hentar 13-15 ára og fer fram í Okinu frá kl. 16:00-19:00, 3., 10., 17. og 24. febrúar. Athugið að um breytta tímasetningu er að ræða miðað við hvað er í viðburðabæklingi.
Hvar: OKIÐ, top floor.
Hve margir: 5
Frekari upplýsingar veitir:
Embla Vigfúsdóttir, embla.vigfusdottir@reykjavik.is