Svart/hvít mynd af Sævari með teiknuðum myndum af plánetum og stjörnum í lit

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Börn

Krakkahelgar | Smiðja með Stjörnu Sævari

Sunnudagur 12. janúar 2020

Af hverju er dimmt í janúar en bjart á sumrin? Og hvernig lýsir tunglið eiginlega upp nóttina? Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar, verður með skemmtilega og fræðandi smiðju fyrir börn á aldrinum 6-9 ára þar sem þessum spurningum verður svarað á skapandi hátt með því að búa til líkan af jörðinni, tunglinu og sólinni.

Smiðjan kostar ekki neitt og allt efni verður á staðnum þátttakendum að kostnaðarlausu. Forráðamönnum er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt í smiðjunni með börnunum.

SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ - Skráning á biðlista hjá vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is 

Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir
Barnabókavörður
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is