
Um þennan viðburð
Krakkahelgar | Borðspilafjör
Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Staðsetning viðburðar: Salurinn BERG, á efri hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 5 fjölskylduborð (Skráning hér neðst á síðunni)
Boðið er upp á að bóka fjölskylduborð.
Kaffihúsið er opið.
Langar þig að eiga góða stund með fjölskyldu eða vinum og læra á nýja spilið sem þú fékkst í möndlugjöf en hefur ekki ennþá lagt í að lesa leiðbeiningarnar? Komdu þá að spila með okkur! Í þessum fyrsta barnaviðburði Gerðubergs á árinu 2021 langar okkur að bjóða uppá spilastund undir leiðsögn spilasérfræðings frá Spilavinum.
Við eigum gott úrval spila hér á safninu en einnig munu Spilavinir hafa meðferðis allskonar skemmtileg spil fyrir alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar veitir:
Bergrós Hilmarsdóttir, deildarbókavörður
bergros.hilmarsdottir@reykjavik.is | 411-6175