Grímur
Grímur

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Krakkafjör | sögustundir, föndur og fleira

Miðvikudagur 26. febrúar 2020

Við bjóðum leikskólabörn og foreldra sérstaklega velkomin upp á sögustundir, föndur, búninga, litabókamyndir, púsl og fleira í söfnunum á meðan verkfalli Eflingar stendur. 

Skipulögð dagskrá alla virka daga á meðan verkfalli stendur:

Grófin kl. 13-15
Grímur og glens | sögustund og föndur
Það verður öskudagsþema í sögustund og föndri dagsins. Við lesum við sögur um kött og hest sem ákveða að bregða sér í dulargerfi og eftir sögustundina verður boðið upp á skemmtilega grímugerð. 

Kringlan kl. 13-15
Eitthvað óvænt! | Sögustund og föndur
Það verður spennandi að heyra hvaða sögu barnabókavörðurinn í Kringlunni mun bjóða upp á. Eftir sögustundina verður skemmtilegt föndur eða eitthvað annað gaman.

Sólheimar kl. 13-15
Föndrað af list
Barnabókavörðurinn í Sólheimasafni ætlar að bjóða upp á skemmtilegt föndur sem hentar leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra til að stytta sér sundir í verkfallinu.