
Um þennan viðburð
Hjólaævintýri
Borgarbókasafnið og Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) leiða saman lestrarhesta og hjólhesta sína og bjóða upp á brot af því besta úr báðum heimum; útiveru, hreyfingu, menningu, ævintýri, samveru, gleði, sögustund og hjól.
Starfsfólk Borgarbókasafnsins býður upp á kynningu á sumarlestrinum, sem er skemmtilegt lestrarátak fyrir börn, áður en MÚÚ-liðar leiða hjólalestina frá Spönginni að Frístundagarðinum í Gufunesbæ.
Vel verður tekið á móti hópnum í útikennslustofunni Lundinum sem er tjald staðsett við hliðina á Frístundagarðinum. Þar verður varðeldur og náttúruleg og notaleg stemning. Þátttakendum verður boðið upp á að hlýða á skemmtilega sögu í ævintýralegu umhverfi, gæða sér á hjóladrykk og kanelsnúð og leika frjálst í Frístundagarðinum.
Athugið að:
- Allir hjólarar verða á eigin vegum að dagskrá lokinni og koma sér sjálfir heim frá Frístundagarðinum.
- Viðburðurinn er fyrir 8 ára og eldri og eru foreldrar hvattir til að slást í för með börnum sínum í þetta spennandi menningar- og útivistarævintýri.
- Nauðsynlegt er að skrá sig á þennan viðburð hér neðst á síðunni.
Hjólaævintýri: Dagskrá 19. júní
14:15 Mæting á Borgarbókasafnið Spönginni
14:30-14:45 Skoðunarferð um bókasafnið og kynning á sumarlestrinum Lestrarsprettur Lindu landnámshænu
15:00 Brottför á hjólum frá bókasafninu með starfsfólki MÚÚ og starfsmanni Borgarbókasafns
15:30-16:00 Upplestur úr vel valinni bók í Lundinum; útikennslustofu í Gufunesbæ, hjóladrykkur og kanelsnúður
16:00+ Frjáls tími í Frístundagarðinum og þátttakendur hjóla sjálfir heim þegar þeir vilja
Við minnum öll á að mæta vel búin til útiveru, með yfirfarið hjól, hjólahjálm, hjólalás og góða skapið!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Nánari upplýsingar veitir:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | s: 411 6230